Á 670 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 10:31 Rennisléttar saltslétturnar í Bonneville í Utah fylki Bandaríkjanna eru heppilegar til hraðaksturs og ökuþórinn Danny Thompson náði þar 670 kílómetra hraða nýlega. Bíll hans er enginn venjulegur fólksbíll heldur 4.000 hestafla raketta sem drifin er áfram með tveimur 8 strokka vélum. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði fór þó ýmislegt úrskeiðis í þessari hraðatilraun Danny Thompson. Þegar bíllinn hafði náð þessum ógnarhraða sprettur út fallhlíf sem stöðva á bílinn hratt. Það tókst sannarlega en svo mikill var g-krafturinn sem við það skapaðist í bílnum að sjálfvirkur slökkvibúnaður sem í bílnum er fór í gang og bíllinn hálffylltist að innan af slökkvivökva. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent
Rennisléttar saltslétturnar í Bonneville í Utah fylki Bandaríkjanna eru heppilegar til hraðaksturs og ökuþórinn Danny Thompson náði þar 670 kílómetra hraða nýlega. Bíll hans er enginn venjulegur fólksbíll heldur 4.000 hestafla raketta sem drifin er áfram með tveimur 8 strokka vélum. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði fór þó ýmislegt úrskeiðis í þessari hraðatilraun Danny Thompson. Þegar bíllinn hafði náð þessum ógnarhraða sprettur út fallhlíf sem stöðva á bílinn hratt. Það tókst sannarlega en svo mikill var g-krafturinn sem við það skapaðist í bílnum að sjálfvirkur slökkvibúnaður sem í bílnum er fór í gang og bíllinn hálffylltist að innan af slökkvivökva.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent