Þorbjörn um Óla Stef: Ekki heppilegasti tíminn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 13:51 Þorbjörn Jensson gerðist tímabundið aðstoðarþjálfari Vals fyrir tveimur árum. vísir/valli Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18