Hollar nestishugmyndir Rikka skrifar 12. september 2014 14:00 mynd/ljúfmeti.com Malín Örlygsdóttirmynd/ljúfmeti Á bloggsíðu matgæðingsins Svövu Gunnarsdóttir, Ljúfmeti, er að finna ógrynni af girnilegum og hollum uppskriftum. Bloggið hefur verið eitt af vinsælustu matarbloggum á landinu undanfarin ár og skal engan undra það. Malín Örlygsdóttir, dóttir Svövu, tók sig til og tók saman nestishugmyndir fyrir fólk sem er sífellt á hlaupum. Sjálf er hún nýbyrjuð í menntaskóla þar sem að auðveldasta leiðin virðist stundum vera að næra sig á sjoppufæði. Malín tók málin í sínar hendur og fann það hjá sér að hún vildi ekki venja sig á óhollustufæði, fyrir utan það hvað það væri dýrt. Hún brá þá á það ráð að útbúa nesti á hverjum degi á heimasíðu Ljúfmetis má finna árangurinn. Þær mæðgur gáfu okkur á Heilsuvísi uppskrift af dásamlegum hafrabitum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og tilvalið sem millibiti eða í nestistöskuna. Hafrastykki230 g haframjöl (2½ bolli)10 g rice krispies (½ bolli)20 g kókosmjöl (¼ bolli)90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) -mér þykir suðusúkkulaði best100 g púðursykur (½ bolli)1/2 tsk salt50 g smjör (¼ bolli)60 g hnetusmjör (¼ bolli)3 msk hunang2 msk sýróp (má sleppa)1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og sýróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur. Kælið og skerið síðan í stykki. Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Malín Örlygsdóttirmynd/ljúfmeti Á bloggsíðu matgæðingsins Svövu Gunnarsdóttir, Ljúfmeti, er að finna ógrynni af girnilegum og hollum uppskriftum. Bloggið hefur verið eitt af vinsælustu matarbloggum á landinu undanfarin ár og skal engan undra það. Malín Örlygsdóttir, dóttir Svövu, tók sig til og tók saman nestishugmyndir fyrir fólk sem er sífellt á hlaupum. Sjálf er hún nýbyrjuð í menntaskóla þar sem að auðveldasta leiðin virðist stundum vera að næra sig á sjoppufæði. Malín tók málin í sínar hendur og fann það hjá sér að hún vildi ekki venja sig á óhollustufæði, fyrir utan það hvað það væri dýrt. Hún brá þá á það ráð að útbúa nesti á hverjum degi á heimasíðu Ljúfmetis má finna árangurinn. Þær mæðgur gáfu okkur á Heilsuvísi uppskrift af dásamlegum hafrabitum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og tilvalið sem millibiti eða í nestistöskuna. Hafrastykki230 g haframjöl (2½ bolli)10 g rice krispies (½ bolli)20 g kókosmjöl (¼ bolli)90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) -mér þykir suðusúkkulaði best100 g púðursykur (½ bolli)1/2 tsk salt50 g smjör (¼ bolli)60 g hnetusmjör (¼ bolli)3 msk hunang2 msk sýróp (má sleppa)1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og sýróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur. Kælið og skerið síðan í stykki.
Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning