Vinsælustu sportbílar heims kljást Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:16 Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent
Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent