Öflugasti blæjubíll heims Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 09:52 Ferrari 458 Speciale A. Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent
Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent