„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 11:43 Vísir/Samsett mynd „Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03