Citroën aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 09:17 Citroën DS Devine í París. PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent
PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent