Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:57 Hannes Þór fagnar eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marinó „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira
„Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira