Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 16:30 Rúrik á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira