Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 15:30 Aron ásamt landsliðsþjálfaranum. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira