Honda hættir framleiðslu á Evrópuútgáfu Accord Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 13:20 Evrópugerð Honda Accord, sem hverfa mun af sjónarsviðinu. Honda hefur framleitt Accord bílinn til langs tíma í tveimur útgáfum, annarri fyrir Evrópumarkað og Ástralíu og hinni fyrir Bandaríkjamarkað. Vel hefur gengið að selja Honda Accord vestanhafs en síður að undanförnu í Evrópu og Ástralíu. Því hefur Honda tekið þá ákvörðun að hætta smíði Accord fyrir Evrópu og Ástralíu um miðbik næsta árs. Sá sem smíðaður er fyrir Bandaríkin er breiðari bíll, með stærri vélar og langt frá því eins í útliti og sá evrópski. Honda hefur náð góðum árangri í sölu minni fólksbíla í Evrópu, sem og jepplinga eins og Honda CR-V. Ver hefur gengið hjá Honda eins og mörgum öðrum framleiðendum með stærri gerðir fólksbíla í álfunni. Vel hefur hinsvegar gengið hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum að selja stóra fólksbíla. Svo virðist sem á síðustu árum hafi kaupendur sem á annað borð hafa efni á að kaupa stóra fólksbíla, sem eyða meira en smábílar, velji það að uppfæra uppí lúxusbíla. En á meðan hefur sala ódýrari stærri fólksbíla minnkað. Engar áætlanir eru uppi um sölu bandarísku Accord gerðarinnar í Evrópu. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent
Honda hefur framleitt Accord bílinn til langs tíma í tveimur útgáfum, annarri fyrir Evrópumarkað og Ástralíu og hinni fyrir Bandaríkjamarkað. Vel hefur gengið að selja Honda Accord vestanhafs en síður að undanförnu í Evrópu og Ástralíu. Því hefur Honda tekið þá ákvörðun að hætta smíði Accord fyrir Evrópu og Ástralíu um miðbik næsta árs. Sá sem smíðaður er fyrir Bandaríkin er breiðari bíll, með stærri vélar og langt frá því eins í útliti og sá evrópski. Honda hefur náð góðum árangri í sölu minni fólksbíla í Evrópu, sem og jepplinga eins og Honda CR-V. Ver hefur gengið hjá Honda eins og mörgum öðrum framleiðendum með stærri gerðir fólksbíla í álfunni. Vel hefur hinsvegar gengið hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum að selja stóra fólksbíla. Svo virðist sem á síðustu árum hafi kaupendur sem á annað borð hafa efni á að kaupa stóra fólksbíla, sem eyða meira en smábílar, velji það að uppfæra uppí lúxusbíla. En á meðan hefur sala ódýrari stærri fólksbíla minnkað. Engar áætlanir eru uppi um sölu bandarísku Accord gerðarinnar í Evrópu.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent