Fólkið á Airwaves: Í hlutverki vængkonunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 15:00 Hinar eldhressu Jill Casavant og Natalie Spaeth frá Atlanta. Vísir/Andri Marinó Vinkonurnar Jill Casavant og Natalie Spaeth eru frá borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum eru spenntar fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Ofurspenntar,“ segir Jill en þær stöllur voru mættar í Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa lent um morguninn í Keflavík. Aðspurðar hvað hafi orðið til þess að þær létu slag standa og skelltu sér á Iceland Airwaves í ár er Natalie fljót til svars: „Mig langaði að sjá The Knife og hef heldur aldrei komið.“ Jill stekkur til og minnir á að hún eigi líka afmæli. Natalie skammast sín aðeins fyrir að hafa gleymt þeirri ástæðu og greinilegt að um eins konar afmælisferð er að ræða. Jill neitar að upplýsa blaðamann um hversu ung hún sé. „Ertu ekki 29?“ spyr blaðamaður og uppsker bros og svar um að ágiskunin hljómi ljómandi vel. „29 er það!“ Natalie segist vera mikið tónlistarnörd og þekkja ágætlega til íslenskrar tónlistar. Atlanta iði af tónlist og þangað komi listamenn að úr öllum áttum. Á listanum yfir það sem þær ætla að sjá eru fjölmargar hljómsveitir. Nefnir Natalie FM Belfast, Tomas Barfod, Le Femme og For a Minor Reflection. Þá minnir hún á frábær bönd að eigin sögn úr stórborginni og nefnir sem dæmi Deer Hunter og Black Lips. Jill er greinilega alveg jafnmikil áhugamanneskja um tónlist, í það minnsta ekki tónlistarnörd, og tekur undir með blaðamanni hvort hún sé eins konar vængkona fyrir vinkonu sína á hátíðinni. Jill viðurkennir að hún sæki Ísland heim með opnum hug og hefði gaman af því að hitta skemmtilegt fólk og sæta stráka. Natalie er einbeitt á tónlistarþátt hátíðarinnar og segist bara fylgjast með strákunum úr fjarlægð. „Ef þeir vilja spjalla við mig þá er ég samt alveg til,“ segir hún hlæjandi. Airwaves Tengdar fréttir Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00 Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15 Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Vinkonurnar Jill Casavant og Natalie Spaeth eru frá borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum eru spenntar fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Ofurspenntar,“ segir Jill en þær stöllur voru mættar í Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa lent um morguninn í Keflavík. Aðspurðar hvað hafi orðið til þess að þær létu slag standa og skelltu sér á Iceland Airwaves í ár er Natalie fljót til svars: „Mig langaði að sjá The Knife og hef heldur aldrei komið.“ Jill stekkur til og minnir á að hún eigi líka afmæli. Natalie skammast sín aðeins fyrir að hafa gleymt þeirri ástæðu og greinilegt að um eins konar afmælisferð er að ræða. Jill neitar að upplýsa blaðamann um hversu ung hún sé. „Ertu ekki 29?“ spyr blaðamaður og uppsker bros og svar um að ágiskunin hljómi ljómandi vel. „29 er það!“ Natalie segist vera mikið tónlistarnörd og þekkja ágætlega til íslenskrar tónlistar. Atlanta iði af tónlist og þangað komi listamenn að úr öllum áttum. Á listanum yfir það sem þær ætla að sjá eru fjölmargar hljómsveitir. Nefnir Natalie FM Belfast, Tomas Barfod, Le Femme og For a Minor Reflection. Þá minnir hún á frábær bönd að eigin sögn úr stórborginni og nefnir sem dæmi Deer Hunter og Black Lips. Jill er greinilega alveg jafnmikil áhugamanneskja um tónlist, í það minnsta ekki tónlistarnörd, og tekur undir með blaðamanni hvort hún sé eins konar vængkona fyrir vinkonu sína á hátíðinni. Jill viðurkennir að hún sæki Ísland heim með opnum hug og hefði gaman af því að hitta skemmtilegt fólk og sæta stráka. Natalie er einbeitt á tónlistarþátt hátíðarinnar og segist bara fylgjast með strákunum úr fjarlægð. „Ef þeir vilja spjalla við mig þá er ég samt alveg til,“ segir hún hlæjandi.
Airwaves Tengdar fréttir Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00 Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15 Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00
Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15
Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01
Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15