Toyota búið að selja 7 milljón Hybrid bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:05 Toyota Prius er söluhæsti Hybrid bíll fyrirtækisins. Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent
Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent