Formúlu 1 bílar 9 sekúndum seinni en fyrir 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 09:40 Hægt hefur verulega á Formúlu 1 bílum á sl. 10 árum. Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent
Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent