Ford segir upp 20% í B-Max verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 15:47 Ford B-Max. Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent