Góð bílasala í Evrópu í október Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 15:56 Þung umferð í Þýskalandi. Bílasala í Evrópu jókst um 6% í síðasta mánuði og taldi 1,11 milljón bíla og er nú orðin 11,02 milljón bílar en var á sama tíma í fyrra 10,41 milljón. Eftirspurn jókst í svo til öllum löndum, en í Frakklandi minnkaði hún um 4%. Bílasala hefur nú vaxið í 14 mánuði í röð en 6 ár þar á undan var minnkun og er enn langt í land að bílasala nái þeim hæðum sem hún var í fyrir hrun. Volkswagen bílasamstæðan jók söluna um 7%, en Volkswagen merkið sjálft um 5%. Seat jók söluna um 20%, Audi um 8% og Skoda um 3%. PSA/Peugeot-Citroën náði 1% vexti en Renault 10%. General Motors með merkin Opel og Vauxhall gekk vel og jók söluna um 11%. Fiat samstæðan náði 8% vexti og olli þar mestu 74% söluaukning í Jeep, en Fiat merkið jók þó söluna um 5%. Toyota seldi 2% færri bíla, Honda 3% færri en Nissan náði 20% aukningu. Hyundai náði 10% vexti og Kia 4%. BMW seldi 10% fleiri bíla og átti 21% söluaukning á Mini bílum þar stóran þátt, en BMW merkið náði 7% aukningu. Mercedes Benz var með 9% aukningu en 52% minnkun var í sölu Smart bíla. Volvo auk hressilega við söluna og seldi 13% fleiri bíla. Jaguar varð að þola 13% minnkun en Land Rover náði 1% aukningu. Það var því æði misjafnt gengið hjá einstökum bílaframleiðendum þó heildaraukningin hafi numið 6 prósentum. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Bílasala í Evrópu jókst um 6% í síðasta mánuði og taldi 1,11 milljón bíla og er nú orðin 11,02 milljón bílar en var á sama tíma í fyrra 10,41 milljón. Eftirspurn jókst í svo til öllum löndum, en í Frakklandi minnkaði hún um 4%. Bílasala hefur nú vaxið í 14 mánuði í röð en 6 ár þar á undan var minnkun og er enn langt í land að bílasala nái þeim hæðum sem hún var í fyrir hrun. Volkswagen bílasamstæðan jók söluna um 7%, en Volkswagen merkið sjálft um 5%. Seat jók söluna um 20%, Audi um 8% og Skoda um 3%. PSA/Peugeot-Citroën náði 1% vexti en Renault 10%. General Motors með merkin Opel og Vauxhall gekk vel og jók söluna um 11%. Fiat samstæðan náði 8% vexti og olli þar mestu 74% söluaukning í Jeep, en Fiat merkið jók þó söluna um 5%. Toyota seldi 2% færri bíla, Honda 3% færri en Nissan náði 20% aukningu. Hyundai náði 10% vexti og Kia 4%. BMW seldi 10% fleiri bíla og átti 21% söluaukning á Mini bílum þar stóran þátt, en BMW merkið náði 7% aukningu. Mercedes Benz var með 9% aukningu en 52% minnkun var í sölu Smart bíla. Volvo auk hressilega við söluna og seldi 13% fleiri bíla. Jaguar varð að þola 13% minnkun en Land Rover náði 1% aukningu. Það var því æði misjafnt gengið hjá einstökum bílaframleiðendum þó heildaraukningin hafi numið 6 prósentum.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent