Patrekur: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar Birgir Hrannar Stefánsson skrifar 17. nóvember 2014 21:32 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Valli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna á Akureyri þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir liði Akureyrar í 11. umferð Olís-deildar karla. „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur. Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunnvinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik," sagði Patrekur að lokum en Akureyrarliðið fór upp fyrir Hauka í töflunni með þessum sigri. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. 17. nóvember 2014 21:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri efstu liðanna í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2014 14:12 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna á Akureyri þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir liði Akureyrar í 11. umferð Olís-deildar karla. „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur. Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunnvinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik," sagði Patrekur að lokum en Akureyrarliðið fór upp fyrir Hauka í töflunni með þessum sigri.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. 17. nóvember 2014 21:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri efstu liðanna í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2014 14:12 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07
Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. 17. nóvember 2014 21:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri efstu liðanna í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2014 14:12