Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 17:25 Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent
Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent