Alfa Romeo boðar 8 nýjar bílgerðir til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2014 11:27 Alfa Romeo 4C af árgerð 2015. Á bílasýningunni í Los Angeles sem enn stendur yfir var haft eftir forsvarsmönnum Alfa Romeo að fyrirtækið ætli að kynna eina 8 nýja bíla fram til ársins 2018. Alla þessa bíla ætlar Alfa Romeo að smíða á Ítalíu og verða þeir annaðhvort afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, í anda Alfa Romeo sem sportbílamerkis. Fyrsti bíllinn verður kynntur í Mílanó í júní á næsta ári og verður það á 105 ára afmæli Alfa Romeo. Sá bíll verður í miðstærðarflokki fólksbíla en mun líklega ekki fá gamalkunna nafnið Giulia, heldur nýtt nafn. Í leiðinni ætlar Alfa Romeo að opna enduruppgert safn fyrir Alfa Romeo bíla. Þessir 8 nýju bílar verða fólksbílar, jepplingar og líklega einnig blæjubílar. Alfa Romeo hefur 800 milljarða króna að vinna með til þróunar á þessum bílum og hefur eigandi Alfa Romeo, Fiat, séð til þess að það fjármagn er til staðar. Vegna þessara nýju bíla þarf Alfa Romeo að fjölga hjá sér í liði verkfræðinga úr 600 manns í 1.000 og verður það strax komið til framkvæmda á næsta ári. Sumir þeirra munu reyndar koma frá systurfyrirtækjunum Ferrari og Maserati, sem einnig eru í eigu Fiat. Það er því margt í pípunum hjá Alfa Romeo og Fiat hefur upp stórar áætlanir með Alfa Romeo merkið. Það á að keppa af krafti við aðra lúxusbílaframleiðendur heimsins á næstu árum, ekki síst þá þýsku. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem enn stendur yfir var haft eftir forsvarsmönnum Alfa Romeo að fyrirtækið ætli að kynna eina 8 nýja bíla fram til ársins 2018. Alla þessa bíla ætlar Alfa Romeo að smíða á Ítalíu og verða þeir annaðhvort afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, í anda Alfa Romeo sem sportbílamerkis. Fyrsti bíllinn verður kynntur í Mílanó í júní á næsta ári og verður það á 105 ára afmæli Alfa Romeo. Sá bíll verður í miðstærðarflokki fólksbíla en mun líklega ekki fá gamalkunna nafnið Giulia, heldur nýtt nafn. Í leiðinni ætlar Alfa Romeo að opna enduruppgert safn fyrir Alfa Romeo bíla. Þessir 8 nýju bílar verða fólksbílar, jepplingar og líklega einnig blæjubílar. Alfa Romeo hefur 800 milljarða króna að vinna með til þróunar á þessum bílum og hefur eigandi Alfa Romeo, Fiat, séð til þess að það fjármagn er til staðar. Vegna þessara nýju bíla þarf Alfa Romeo að fjölga hjá sér í liði verkfræðinga úr 600 manns í 1.000 og verður það strax komið til framkvæmda á næsta ári. Sumir þeirra munu reyndar koma frá systurfyrirtækjunum Ferrari og Maserati, sem einnig eru í eigu Fiat. Það er því margt í pípunum hjá Alfa Romeo og Fiat hefur upp stórar áætlanir með Alfa Romeo merkið. Það á að keppa af krafti við aðra lúxusbílaframleiðendur heimsins á næstu árum, ekki síst þá þýsku.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent