Tesla og BMW ræða samstarf um rafhlöður og koltrefjar Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:51 Verða Tesla bílar brátt smíðaðir úr koltrefjum frá BMW? Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent
Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent