Vann Grikkland á föstudegi og mættur að smíða á mánudegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 12:00 Fróði Benjaminsen mættur til starfa á mánudegi. mynd/skjáskot Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07
Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51
Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30