Jóladagatal - 7. desember - Fjölskyldumynd Grýla skrifar 7. desember 2014 14:00 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á Vísi á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í jóladagatali dagsins föndra þau Hurðaskellir og Skjóða fjölskyldujólamynd. Það geta allir í fjölskyldunni hjálpast að við að föndra þessa fínu mynd enda inniheldur hún 13 mismunandi jólasveina. Síðan er sniðugt að hita sér kakó og narta í piparkökur, hlusta á jólalög og njóta aðventunnar saman. Klippa: 7. desember - Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu 2014 Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna. Jóladagatal Mest lesið Jólalag dagsins: Geir Ólafsson flytur Santa Claus Is Coming To Town Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Úti er alltaf að snjóa Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Perlan sem eldist eins og gott vín Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á Vísi á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í jóladagatali dagsins föndra þau Hurðaskellir og Skjóða fjölskyldujólamynd. Það geta allir í fjölskyldunni hjálpast að við að föndra þessa fínu mynd enda inniheldur hún 13 mismunandi jólasveina. Síðan er sniðugt að hita sér kakó og narta í piparkökur, hlusta á jólalög og njóta aðventunnar saman. Klippa: 7. desember - Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu 2014 Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.
Jóladagatal Mest lesið Jólalag dagsins: Geir Ólafsson flytur Santa Claus Is Coming To Town Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Úti er alltaf að snjóa Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Perlan sem eldist eins og gott vín Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól