Sölvi Tryggva selur fötin sín: "Gott að koma þessu í notkun“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2014 12:05 „Ég er sumsé að fara að selja mjög mikið af fötum, úrum og alls konar dóti fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi, sem er annálaður smekkmaður, setti inn myndir af alls kyns klæðnaði á Facebook í vikunni með það fyrir augum að selja góssið.Hann er þó ekki einn í fatasölunni.Nóg af skóm til sölu.„Ekki skemmir fyrir að prestsonurinn og gulldrengurinn úr Biskupstungum, Kristinn Jón Ólafsson, verður með mér í för og ætlum við að halda fatamarkað. Kiddi er annálaður smekkmaður sem stóð vaktina í Zöru og Topshop hér á árum áður svo vel að menn eru enn að tala um það,“ segir Sölvi glaður í bragði. Þeir félagar stefna á að halda fatamarkað um næstu helgi en staðsetningin er óráðin. „Líkast til verður markaðurinn bara heima hjá öðrum hvorum okkar. Þeir sem hafa áhuga mega bara hafa samband og svo kynnum við þetta á Facebook þegar þar að kemur.“ Sölvi verður ekki aðeins með fatnað til sölu heldur einnig skó en hann er mikill skósafnari eins og frægt er orðið. En verður ekkert erfitt fyrir Sölva að skilja við fötin og skóna? „Nei, nei. Það er gott að koma þessu í notkun.“Hér sést Sölvi í fjólubláum jakka á síðustu Edduhátíð en jakkinn vakti verðskuldaða athygli. Við hlið Sölva er fyrirsætan Berglind Ólafsdóttir. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég er sumsé að fara að selja mjög mikið af fötum, úrum og alls konar dóti fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi, sem er annálaður smekkmaður, setti inn myndir af alls kyns klæðnaði á Facebook í vikunni með það fyrir augum að selja góssið.Hann er þó ekki einn í fatasölunni.Nóg af skóm til sölu.„Ekki skemmir fyrir að prestsonurinn og gulldrengurinn úr Biskupstungum, Kristinn Jón Ólafsson, verður með mér í för og ætlum við að halda fatamarkað. Kiddi er annálaður smekkmaður sem stóð vaktina í Zöru og Topshop hér á árum áður svo vel að menn eru enn að tala um það,“ segir Sölvi glaður í bragði. Þeir félagar stefna á að halda fatamarkað um næstu helgi en staðsetningin er óráðin. „Líkast til verður markaðurinn bara heima hjá öðrum hvorum okkar. Þeir sem hafa áhuga mega bara hafa samband og svo kynnum við þetta á Facebook þegar þar að kemur.“ Sölvi verður ekki aðeins með fatnað til sölu heldur einnig skó en hann er mikill skósafnari eins og frægt er orðið. En verður ekkert erfitt fyrir Sölva að skilja við fötin og skóna? „Nei, nei. Það er gott að koma þessu í notkun.“Hér sést Sölvi í fjólubláum jakka á síðustu Edduhátíð en jakkinn vakti verðskuldaða athygli. Við hlið Sölva er fyrirsætan Berglind Ólafsdóttir.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira