Ferrari í forþjöppur og rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:44 Ferrari LaFerrari er 963 hestafla tryllitæki með rafmótora auk V12 bensínvélar. Allir bílaframleiðendur verða að hlýta lögum um lækkun mengunar bíla þeirra og þar eru sportbílaframleiðendurnir ekki undanskildir. Ferrari, sem framleiðir afar öfluga bíla ætlar að ná þessum markmiðum með notkun forþjappa í vélar sínar, auk rafmótora. Ferrari hefur einsett sér að ná niður mengun bíla sinna um 20% til ársins 2021. Ferrari mun nota forþjöppur með V-8 vélum sínum og bæta rafmótorum við þá bíla sem eru með V12 vélar. Til er ein bílgerð hjá Ferrari sem nú þegar notast við forþjöppu, þ.e. California T, en brátt munu allar bílgerðir sem eru með V8 vélar einnig verða með forþjöppum. Afl þessara véla mun í leiðinni aðeins vaxa. Ferrari F12 Berlinetta og FF eru með V12 vélar og munu rafmótorar brátt bætast við í þeim bílum. Einn framleiðslubíll Ferrari, þ.e. LaFerrari er nú þegar með rafmótora og er sá bíll 963 hestöfl. Þar koma 800 hestöfl frá V12 vélinni og 163 hestöfl frá rafmótorum. Sem dæmi um hve hversu mikið rafmótorar hjálpa til við lækkun mengunar má nefna að forveri LaFerrari, Ferrari Enzo mengaði 877 g/km en LaFerrari, sem er 303 hestöflum öflugari, mengar 531 g/km. Ferrari segir að ekki sé heppilegt að nota forþjöppur með V12 bílum sínum þar sem þær þyrftu 4 forþjöppur sem myndi taka of mikið pláss og einnig búa til of mikinn hita í vélarrúmi bílanna. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent
Allir bílaframleiðendur verða að hlýta lögum um lækkun mengunar bíla þeirra og þar eru sportbílaframleiðendurnir ekki undanskildir. Ferrari, sem framleiðir afar öfluga bíla ætlar að ná þessum markmiðum með notkun forþjappa í vélar sínar, auk rafmótora. Ferrari hefur einsett sér að ná niður mengun bíla sinna um 20% til ársins 2021. Ferrari mun nota forþjöppur með V-8 vélum sínum og bæta rafmótorum við þá bíla sem eru með V12 vélar. Til er ein bílgerð hjá Ferrari sem nú þegar notast við forþjöppu, þ.e. California T, en brátt munu allar bílgerðir sem eru með V8 vélar einnig verða með forþjöppum. Afl þessara véla mun í leiðinni aðeins vaxa. Ferrari F12 Berlinetta og FF eru með V12 vélar og munu rafmótorar brátt bætast við í þeim bílum. Einn framleiðslubíll Ferrari, þ.e. LaFerrari er nú þegar með rafmótora og er sá bíll 963 hestöfl. Þar koma 800 hestöfl frá V12 vélinni og 163 hestöfl frá rafmótorum. Sem dæmi um hve hversu mikið rafmótorar hjálpa til við lækkun mengunar má nefna að forveri LaFerrari, Ferrari Enzo mengaði 877 g/km en LaFerrari, sem er 303 hestöflum öflugari, mengar 531 g/km. Ferrari segir að ekki sé heppilegt að nota forþjöppur með V12 bílum sínum þar sem þær þyrftu 4 forþjöppur sem myndi taka of mikið pláss og einnig búa til of mikinn hita í vélarrúmi bílanna.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent