Bílaframleiðendur hætta að selja bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 14:58 Fáir bílar seljast nú í Rússlandi. Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent
Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent