Skandalar ársins: Barnaníðingur, lyftuslagsmál og nálgunarbann Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2014 18:30 Stjörnurnar úti í hinum stóra heimi hafa gert ýmislegt á árinu sem er að líða sem hefur vakið athygli. Lífið á Vísi kíkti á mörg skuggaleg mál sem hafa vakið mikla athygli í heimspressunni árið 2014.Cosby kynferðisafbrotamaður Fjölmargar konur, þar á meðal ofurfyrirsæturnar Janice Dickinson og Beverly Johnson, sökuðu grínarann Bill Cosby, sem er hvað þekktastu fyrir að leika í The Cosby Show, fyrir kynferðisbrot. Bæði Bill og kona hans, Camille, segja þessar ásakanir þvætting og í sama streng tekur lögfræðingur spéfuglsins.Framhjáhald og drykkja Upp úr slitnaði í hjónabandi Tori Spelling og Dean McDermott þegar Tori komst að því að hann hefði haldið framhjá henni í desember árið 2013. Tori var lögð inná sjúkrahús vegna streitu út af framhjáhaldinu en vandamálum hjónanna var sjónvarpað í sjónvarpsseríunni True Tori þar sem Dean játaði að hann ætti við drykkjuvanda að stríða. Eftir að hjónakornin fóru í hjónabandsráðgjöf ákváðu þau að reyna að láta hjónabandið ganga upp.Misnotaði þrjár stúlkur 7th Heaven-leikarinn Stephen Collins komst í fjölmiðla í október þegar fréttaveitan TMZ setti hljóðupptöku á netið þar sem Stephen heyrðist játa að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri við eiginkonu sína Faye Grant. Faye tók þetta upp þegar þau hjónin voru í tíma hjá hjónabandsráðgjafa og lengi vel vildi Stephen ekki tjá sig um málið. Í síðustu viku rauf Stephen síðan þögnina og játaði að hafa misnotað þrjár stúlkur undir lögaldri.Hrifin af barnaníðingumRaunveruleikaþátturinn Here Comes Honey Boo Boo var tekinn af dagskrá þegar upp komst að Mama June, sem heitir réttu nafni Shannon, væri í ástarsambandi með barnaníðingnum Mark McDaniel. Dóttir Shannon, Anna "Chickadee" Cardwell segir að Mark hafi misnotað sig þegar hún var yngri. Í viðtali við Entertainment Tonight sagðist Shannon trúa dóttur sinni og viðurkenndi að hafa deitað annan barnaníðing, Michael Anthony Ford.Nektarmyndaskandallinn Stjörnur á borð við Jennifer Lawrence, Kate Upton og Kim Kardashian lentu í óprúttnum hökkurum í ágúst og var nektarmyndum af þeim lekið á netið.Jennifer Lawrence opnaði sig um skandalinn í Vanity Fair. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ sagði Jennifer meðal annars í viðtalinu.Lyftuslagsmálin ógurlegu Heimurinn var hneykslaður þegar myndband af Solange Knowles, litlu systur Beyoncé, rataði á internetið. Í myndbandinu sást Solange ráðast á Jay Z, eiginmann Beyoncé. Slagsmálin áttu sér stað eftir Met-galaveisluna í New York og í kjölfar atburðarins fóru sögusagnir á flug þess efnis að Jay Z væri að halda framhjá Beyoncé. Var það talið líklegt að skilnaður væri yfirvofandi en hjónin eru enn saman og nutu meðal annars lífsins á Íslandi fyrir stuttu.Fékk nálgunarbann á kærastann Modern Family-stjarnan Sarah Hyland fékk þriggja ára nálgunarbann á kærasta sinn til fimm ára, Matt Prokop, í október. Sarah hélt því fram að hann hafi tekið sig hálstaki og verið mjög ofbeldisfullur þegar þau voru saman. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Stjörnurnar úti í hinum stóra heimi hafa gert ýmislegt á árinu sem er að líða sem hefur vakið athygli. Lífið á Vísi kíkti á mörg skuggaleg mál sem hafa vakið mikla athygli í heimspressunni árið 2014.Cosby kynferðisafbrotamaður Fjölmargar konur, þar á meðal ofurfyrirsæturnar Janice Dickinson og Beverly Johnson, sökuðu grínarann Bill Cosby, sem er hvað þekktastu fyrir að leika í The Cosby Show, fyrir kynferðisbrot. Bæði Bill og kona hans, Camille, segja þessar ásakanir þvætting og í sama streng tekur lögfræðingur spéfuglsins.Framhjáhald og drykkja Upp úr slitnaði í hjónabandi Tori Spelling og Dean McDermott þegar Tori komst að því að hann hefði haldið framhjá henni í desember árið 2013. Tori var lögð inná sjúkrahús vegna streitu út af framhjáhaldinu en vandamálum hjónanna var sjónvarpað í sjónvarpsseríunni True Tori þar sem Dean játaði að hann ætti við drykkjuvanda að stríða. Eftir að hjónakornin fóru í hjónabandsráðgjöf ákváðu þau að reyna að láta hjónabandið ganga upp.Misnotaði þrjár stúlkur 7th Heaven-leikarinn Stephen Collins komst í fjölmiðla í október þegar fréttaveitan TMZ setti hljóðupptöku á netið þar sem Stephen heyrðist játa að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri við eiginkonu sína Faye Grant. Faye tók þetta upp þegar þau hjónin voru í tíma hjá hjónabandsráðgjafa og lengi vel vildi Stephen ekki tjá sig um málið. Í síðustu viku rauf Stephen síðan þögnina og játaði að hafa misnotað þrjár stúlkur undir lögaldri.Hrifin af barnaníðingumRaunveruleikaþátturinn Here Comes Honey Boo Boo var tekinn af dagskrá þegar upp komst að Mama June, sem heitir réttu nafni Shannon, væri í ástarsambandi með barnaníðingnum Mark McDaniel. Dóttir Shannon, Anna "Chickadee" Cardwell segir að Mark hafi misnotað sig þegar hún var yngri. Í viðtali við Entertainment Tonight sagðist Shannon trúa dóttur sinni og viðurkenndi að hafa deitað annan barnaníðing, Michael Anthony Ford.Nektarmyndaskandallinn Stjörnur á borð við Jennifer Lawrence, Kate Upton og Kim Kardashian lentu í óprúttnum hökkurum í ágúst og var nektarmyndum af þeim lekið á netið.Jennifer Lawrence opnaði sig um skandalinn í Vanity Fair. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ sagði Jennifer meðal annars í viðtalinu.Lyftuslagsmálin ógurlegu Heimurinn var hneykslaður þegar myndband af Solange Knowles, litlu systur Beyoncé, rataði á internetið. Í myndbandinu sást Solange ráðast á Jay Z, eiginmann Beyoncé. Slagsmálin áttu sér stað eftir Met-galaveisluna í New York og í kjölfar atburðarins fóru sögusagnir á flug þess efnis að Jay Z væri að halda framhjá Beyoncé. Var það talið líklegt að skilnaður væri yfirvofandi en hjónin eru enn saman og nutu meðal annars lífsins á Íslandi fyrir stuttu.Fékk nálgunarbann á kærastann Modern Family-stjarnan Sarah Hyland fékk þriggja ára nálgunarbann á kærasta sinn til fimm ára, Matt Prokop, í október. Sarah hélt því fram að hann hafi tekið sig hálstaki og verið mjög ofbeldisfullur þegar þau voru saman.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira