Mikil bílasala í Bandaríkjunum í desember Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2014 10:06 Margir í Bandaríkjunum fá bíl í jólagjöf. Mjög góð bílasala hefur verið í Bandaríkjunum þetta árið og stefnir í um 17 milljón bíla sölu. Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að desember hefur orðið einn af bestu sölumánuðum ársins í Bandaríkjunum og svo er það nú. Líklega verður desember fjórði besti sölumánuður ársins, á eftir mars, maí og ágúst og stefnir í rúmlega 1,5 milljón bíla sölu. Desember var ekki góður sölumánuður á árum áður í Bandaríkjunum, en árangursríkar söluherferðir þarlendis á undanförnum árum hefur breytt því og nú er bíll afar vinsæl jólagjöf. Þessi breyting hófst uppúr árinu 2000, en eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur desember verið einn söluhæsti mánuður ársins þar vestra. Miklir afslættir eru á bílum í þessum lokamánuði ársins og framleiðendur og bílasölur keppast við að ná markmiðum sínum fyrir hvert ár. Hérlendis er desember ávallt með slakari bílasölumánuðum og gott þykir ef bílasala í þeim mánuði nær helmingi af meðalsölu allra mánaða ársins. Á vor- og sumarmánuðum ársins er bílasala langmest vegna mikillar sölu til bílaleiga. Sé bílasala í desember borin saman í Bandaríkjunum og Íslandi, ber mikið í milli. Í Bandaríkjunum búa um það bil þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef samsvarandi bílasala á hvern íbúa væri í þessum mánuði og í Bandaríkjunum þyrfti hún að vera 1.500 bílar hérlendis, en hún stefnir í um 400 bíla. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent
Mjög góð bílasala hefur verið í Bandaríkjunum þetta árið og stefnir í um 17 milljón bíla sölu. Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að desember hefur orðið einn af bestu sölumánuðum ársins í Bandaríkjunum og svo er það nú. Líklega verður desember fjórði besti sölumánuður ársins, á eftir mars, maí og ágúst og stefnir í rúmlega 1,5 milljón bíla sölu. Desember var ekki góður sölumánuður á árum áður í Bandaríkjunum, en árangursríkar söluherferðir þarlendis á undanförnum árum hefur breytt því og nú er bíll afar vinsæl jólagjöf. Þessi breyting hófst uppúr árinu 2000, en eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur desember verið einn söluhæsti mánuður ársins þar vestra. Miklir afslættir eru á bílum í þessum lokamánuði ársins og framleiðendur og bílasölur keppast við að ná markmiðum sínum fyrir hvert ár. Hérlendis er desember ávallt með slakari bílasölumánuðum og gott þykir ef bílasala í þeim mánuði nær helmingi af meðalsölu allra mánaða ársins. Á vor- og sumarmánuðum ársins er bílasala langmest vegna mikillar sölu til bílaleiga. Sé bílasala í desember borin saman í Bandaríkjunum og Íslandi, ber mikið í milli. Í Bandaríkjunum búa um það bil þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef samsvarandi bílasala á hvern íbúa væri í þessum mánuði og í Bandaríkjunum þyrfti hún að vera 1.500 bílar hérlendis, en hún stefnir í um 400 bíla.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent