Candy Crush á markað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 08:00 Candy Crush Saga hefur náð gríðarlegum vinsældum. Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“. Leikjavísir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið
Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“.
Leikjavísir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið