Hönnunarferðamenn eyða meiru og dvelja lengur Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Greipur Gíslason BB/Halldór Sveinbjörnsson HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“ HönnunarMars Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“
HönnunarMars Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira