Í samanburði við… Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2014 06:00 Í gegnum árin hef ég staðið mig að því að öfunda annað fólk fyrir það sem það hefur fram yfir mig. Meiri námsgetu, glæsilegra útlit, hærri laun, flottari kærustu, meira sjálfsöryggi eða meiri fimi á dansgólfinu. Þeir sem sáu mig taka orminn á gólfi Hressó á gamlárskvöld árið 2005 geta staðfest það. Ég veit að ég er langt í frá að vera sá eini þar sem hugsanir í þeim dúrnum gera sig heimakomnar í kollinum. Staðreyndin er sú að það er erfitt að vera sáttur við sjálfan sig og lífið ef maður er í stöðugum samanburði. Þú getur alltaf fundið hrúgu af fólki sem hefur það betra en þú eða stendur þér framar á einu sviði eða öðru. Nágranninn með flotta bílinn og fólkið í einbýlishúsunum sem þú keyrir fram hjá á leið þinni heim í blokkina. Fallega og fræga fólkið sem brosir út að eyrum á forsíðum blaðanna. Ef maður hefði það bara jafn gott og þetta fólk. En af hverju að bera sig saman við þá ríkari, fallegri og færari? Erum við ekki að bera okkur saman við rangan hóp fólks? Lausnin hlýtur að vera fólgin í því að bera sig stöðugt saman við þá sem minna mega sín. Fátæka fólkið í Afríku og rónana á Austurvelli. Þá sem glíma við mesta fjárhagsörðugleika, erfiða líkamlega fötlun eða eiga grútleiðinlegan maka. Í þeim samanburði er maður kóngur í ríki sínu. Lausnin fundin, eða hvað? Auðvitað er lausnin hvorki að bera sig saman við minnimáttar eða meirimáttar. Lausnin er að lifa í sátt við sjálfan sig og sleppa stöðugum samanburði. Það hef ég haft að leiðarljósi undanfarin ár. Hvaða máli skiptir það þig hvort Gummi í næsta stigagangi keyri um á Lamborghini eða Lödu? Hefur það eitthvað um það að segja hvort þú komist frá A til B? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun
Í gegnum árin hef ég staðið mig að því að öfunda annað fólk fyrir það sem það hefur fram yfir mig. Meiri námsgetu, glæsilegra útlit, hærri laun, flottari kærustu, meira sjálfsöryggi eða meiri fimi á dansgólfinu. Þeir sem sáu mig taka orminn á gólfi Hressó á gamlárskvöld árið 2005 geta staðfest það. Ég veit að ég er langt í frá að vera sá eini þar sem hugsanir í þeim dúrnum gera sig heimakomnar í kollinum. Staðreyndin er sú að það er erfitt að vera sáttur við sjálfan sig og lífið ef maður er í stöðugum samanburði. Þú getur alltaf fundið hrúgu af fólki sem hefur það betra en þú eða stendur þér framar á einu sviði eða öðru. Nágranninn með flotta bílinn og fólkið í einbýlishúsunum sem þú keyrir fram hjá á leið þinni heim í blokkina. Fallega og fræga fólkið sem brosir út að eyrum á forsíðum blaðanna. Ef maður hefði það bara jafn gott og þetta fólk. En af hverju að bera sig saman við þá ríkari, fallegri og færari? Erum við ekki að bera okkur saman við rangan hóp fólks? Lausnin hlýtur að vera fólgin í því að bera sig stöðugt saman við þá sem minna mega sín. Fátæka fólkið í Afríku og rónana á Austurvelli. Þá sem glíma við mesta fjárhagsörðugleika, erfiða líkamlega fötlun eða eiga grútleiðinlegan maka. Í þeim samanburði er maður kóngur í ríki sínu. Lausnin fundin, eða hvað? Auðvitað er lausnin hvorki að bera sig saman við minnimáttar eða meirimáttar. Lausnin er að lifa í sátt við sjálfan sig og sleppa stöðugum samanburði. Það hef ég haft að leiðarljósi undanfarin ár. Hvaða máli skiptir það þig hvort Gummi í næsta stigagangi keyri um á Lamborghini eða Lödu? Hefur það eitthvað um það að segja hvort þú komist frá A til B? Ekki nokkurn skapaðan hlut.