Fatamerkið Jör stefnir til útlanda Marín Manda skrifar 11. mars 2014 13:00 Guðmundur tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit. Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars. RFF Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars.
RFF Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira