Fatamerkið Jör stefnir til útlanda Marín Manda skrifar 11. mars 2014 13:00 Guðmundur tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit. Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars. RFF Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars.
RFF Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira