Fanndís ætlar að halda níunni heitri fyrir Margréti Láru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 08:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar sigurmarki sínu á móti Kína í gær. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Fanndís Friðriksdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu í Portúgal með 1-0 sigri á Kína. Íslenska liðið vann tvo síðustu leikina sína í riðlinum og tryggði sér leik um þriðja sætið við Svíþjóð á morgun. „Þetta er geggjað hjá okkur. Við erum að ná næstbesta árangrinum okkar á Algarve-mótinu og það er því ekki hægt annað en að vera sáttur með þetta,“ sagði Fanndís en íslenska liðið náði best 2. sætinu fyrir þremur árum. „Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið,“ sagði Fanndís en hún skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fanndís skorar sigurmark á móti Kína því hún skoraði einnig eina markið í leik gegn þeim kínversku á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. „Ég er komin með tök á Kínverjunum," sagði Fanndís hlæjandi en fyrra sigurmarkið var jafnframt hennar fyrsta fyrir íslenska A-landsliðið. Þetta var fyrsta hornið sem hún tók í leiknum. Fanndís er komin í níuna í fjarveru markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur en þær eru báðar úr Eyjum. „Ég er ekki frá því að það hafi hjálpað eitthvað. Það þarf að halda þessari níu lifandi fyrst að Margrét Lára er farin í barneignir. Ég er að halda henni heitri þar til að hún kemur aftur,“ sagði Fanndís í léttum tón. Hún segir Frey þjálfara hafa dreift álaginu vel á mótinu. „Við erum allar ferskar fyrir leikinn á móti Svíþjóð,“ sagði Fanndís. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kalda fagnið Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu í Portúgal með 1-0 sigri á Kína. Íslenska liðið vann tvo síðustu leikina sína í riðlinum og tryggði sér leik um þriðja sætið við Svíþjóð á morgun. „Þetta er geggjað hjá okkur. Við erum að ná næstbesta árangrinum okkar á Algarve-mótinu og það er því ekki hægt annað en að vera sáttur með þetta,“ sagði Fanndís en íslenska liðið náði best 2. sætinu fyrir þremur árum. „Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið,“ sagði Fanndís en hún skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fanndís skorar sigurmark á móti Kína því hún skoraði einnig eina markið í leik gegn þeim kínversku á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. „Ég er komin með tök á Kínverjunum," sagði Fanndís hlæjandi en fyrra sigurmarkið var jafnframt hennar fyrsta fyrir íslenska A-landsliðið. Þetta var fyrsta hornið sem hún tók í leiknum. Fanndís er komin í níuna í fjarveru markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur en þær eru báðar úr Eyjum. „Ég er ekki frá því að það hafi hjálpað eitthvað. Það þarf að halda þessari níu lifandi fyrst að Margrét Lára er farin í barneignir. Ég er að halda henni heitri þar til að hún kemur aftur,“ sagði Fanndís í léttum tón. Hún segir Frey þjálfara hafa dreift álaginu vel á mótinu. „Við erum allar ferskar fyrir leikinn á móti Svíþjóð,“ sagði Fanndís.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kalda fagnið Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira