Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri spilar undir stjórn Henriks Larsson í sumar. Vísir/Valli „Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira
„Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira