Örlagaríkur Dagur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2014 00:00 Ég fór í afmælisveislu á dögunum og varð mér til háborinnar skammar. Ég get varla hugsað um það sem gerðist öðruvísi en að maginn fari á hvolf, svo hryllilega aulalegt var það. Einn veislugesta var hinn skeleggi og skeggjaði þingmaður, Guðmundur Steingrímsson, og gaf hann sig á tal við mig. Ég hef aldrei hitt hann áður, og eftir samskipti okkar í veislunni vill hann eflaust aldrei hitta mig aftur. Það var nefnilega þannig að í örskamma stund, eftir tvo eða þrjá bjóra, ákvað heilinn minn, algjörlega að eigin frumkvæði, að Guðmundur og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi væru einn og sami maðurinn. Til að gera langa sögu stutta þá greip Guðmundur mig glóðvolgan við að kalla sig Dag og ég átti aldrei möguleika á að ljúga mig út úr þessu. Ég reyndi að vísu, en tilraunin var aumkunarverð. „Ekki reyna þetta. Þú ert búinn að klúðra þessu,“ sagði þingmaðurinn glottandi og sneri sér að viðmælendum sem meira vit var í. Skömmin var óbærileg og ég fann hvernig andlit mitt snögghitnaði. Ég á mér litlar málsbætur. Ég hef að vísu ekki verið fréttamaður nema í eitt og hálft ár en ég hef talað við bæði Guðmund og Dag í síma með reglulegu millibili vegna vinnunnar. Og þrátt fyrir að vera enginn stjórnmálafræðingur þá þekki ég núorðið flesta þingmenn og borgarfulltrúa með nafni. Ég veit meira að segja muninn á vinstri og hægri. Nokkuð gott bara. Ætli ég neyðist ekki til að skella skuldinni á barnslega afstöðu mína til stjórnmála. Það skiptir mig engu máli hvaða flokkum fólk tilheyrir, ég skipti því bara í tvær fylkingar. Annars vegar eru það „góðir“ og hins vegar „vondir“. Það vill svo til að Guðmundur og Dagur eru báðir góðir þó þeir séu ekki í sama flokknum. Reyndar eru bæði góðir og vondir í hverjum einasta flokki. Því spyr ég: Er ekki kominn tími á að leggja niður alla flokka og kjósa þess í stað á milli góðra og vondra? Það myndi allavega einfalda málin í maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Ég fór í afmælisveislu á dögunum og varð mér til háborinnar skammar. Ég get varla hugsað um það sem gerðist öðruvísi en að maginn fari á hvolf, svo hryllilega aulalegt var það. Einn veislugesta var hinn skeleggi og skeggjaði þingmaður, Guðmundur Steingrímsson, og gaf hann sig á tal við mig. Ég hef aldrei hitt hann áður, og eftir samskipti okkar í veislunni vill hann eflaust aldrei hitta mig aftur. Það var nefnilega þannig að í örskamma stund, eftir tvo eða þrjá bjóra, ákvað heilinn minn, algjörlega að eigin frumkvæði, að Guðmundur og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi væru einn og sami maðurinn. Til að gera langa sögu stutta þá greip Guðmundur mig glóðvolgan við að kalla sig Dag og ég átti aldrei möguleika á að ljúga mig út úr þessu. Ég reyndi að vísu, en tilraunin var aumkunarverð. „Ekki reyna þetta. Þú ert búinn að klúðra þessu,“ sagði þingmaðurinn glottandi og sneri sér að viðmælendum sem meira vit var í. Skömmin var óbærileg og ég fann hvernig andlit mitt snögghitnaði. Ég á mér litlar málsbætur. Ég hef að vísu ekki verið fréttamaður nema í eitt og hálft ár en ég hef talað við bæði Guðmund og Dag í síma með reglulegu millibili vegna vinnunnar. Og þrátt fyrir að vera enginn stjórnmálafræðingur þá þekki ég núorðið flesta þingmenn og borgarfulltrúa með nafni. Ég veit meira að segja muninn á vinstri og hægri. Nokkuð gott bara. Ætli ég neyðist ekki til að skella skuldinni á barnslega afstöðu mína til stjórnmála. Það skiptir mig engu máli hvaða flokkum fólk tilheyrir, ég skipti því bara í tvær fylkingar. Annars vegar eru það „góðir“ og hins vegar „vondir“. Það vill svo til að Guðmundur og Dagur eru báðir góðir þó þeir séu ekki í sama flokknum. Reyndar eru bæði góðir og vondir í hverjum einasta flokki. Því spyr ég: Er ekki kominn tími á að leggja niður alla flokka og kjósa þess í stað á milli góðra og vondra? Það myndi allavega einfalda málin í maí.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun