„Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. maí 2014 09:32 Pálmi Haraldsson fjárfestir bar vitni í Aurum-málinu í gær þar sem hann sagðist hafa verið erfiður í samningum. Vísir/Daníel Framburður tveggja vitna frá Dúbaí stangaðist á við aðalmeðferð Aurum-málsins sem var fram haldið í gær. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns í júlí 2008 sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita þeir sök. Tawhid Abdullah, sem var forstjóri félagsins Damas, sagði það hafa verið Aurum sem kom fram með kaupverðið 100 milljónir punda, sem hann hefði á endanum talið of hátt og þeir því ákveðið að viðskiptin gengju ekki eftir. Nikhil Sengupta var starfsmaður á fyrirtækjasviði NBD, National Bank of Dubai, en hann sagðist hafa verið í ríku samstarfi við Damas og hafa bent því á Aurum sem vænlegan fjárfestingarkost. Þannig hefðu viðræður hafist en þegar bankakreppan hófst haustið 2008 hefði þeim verið sjálfhætt vegna aðstæðna. Hann sagði Aurum hafa sett fram hugmynd sína um verðið sem Damas hefði talið eðlilegt verð fyrir félagið.Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/DaníelFleiri gáfu skýrslu í málinu í gær, þar á meðal Pálmi Haraldsson sem sagðist hafa talið viðskiptin með Aurum til hagsbóta fyrir Glitni, hann hefði verið erfiður í samningum við bankann en þarna hefðu einfaldlega átt sér stað hefðbundin viðskipti. Pálmi var hissa á því þegar sérstakur saksóknari spurði hann út í símtal sem hafði verið hlerað milli Pálma og lögmanns hans. „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ spurði Pálmi fyrir dómi í gær. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu einnig skýrslu í gær, en deilt hafði verið um hvort þeir hefðu bein tengsl við málið og mættu þar af leiðandi gefa skýrslu eða ekki.Lárus Welding mætir til leiks í gær.Vísir/DaníelÖllum bar þeim saman um að hafa ekki orðið varir við að Lárus Welding hefði verið beittur þrýstingi af hálfu stærstu hluthafa bankans né heldur að bankinn hefði tekið sérstakt tillit til hagsmuna stærstu hluthafanna í rekstri sínum. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag þegar síðustu vitnin gefa skýrslu. Meðal þeirra sem bera vitni í dag er Bjarni Ármannsson. Þá hefst einnig munnlegur málflutningur þar sem sérstakur saksóknari og verjendur halda ræður sínar. Málflutningurinn mun standa yfir fram á föstudag þegar málið verður dómtekið. Aurum Holding málið Tengdar fréttir „Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Framburður tveggja vitna frá Dúbaí stangaðist á við aðalmeðferð Aurum-málsins sem var fram haldið í gær. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns í júlí 2008 sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita þeir sök. Tawhid Abdullah, sem var forstjóri félagsins Damas, sagði það hafa verið Aurum sem kom fram með kaupverðið 100 milljónir punda, sem hann hefði á endanum talið of hátt og þeir því ákveðið að viðskiptin gengju ekki eftir. Nikhil Sengupta var starfsmaður á fyrirtækjasviði NBD, National Bank of Dubai, en hann sagðist hafa verið í ríku samstarfi við Damas og hafa bent því á Aurum sem vænlegan fjárfestingarkost. Þannig hefðu viðræður hafist en þegar bankakreppan hófst haustið 2008 hefði þeim verið sjálfhætt vegna aðstæðna. Hann sagði Aurum hafa sett fram hugmynd sína um verðið sem Damas hefði talið eðlilegt verð fyrir félagið.Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/DaníelFleiri gáfu skýrslu í málinu í gær, þar á meðal Pálmi Haraldsson sem sagðist hafa talið viðskiptin með Aurum til hagsbóta fyrir Glitni, hann hefði verið erfiður í samningum við bankann en þarna hefðu einfaldlega átt sér stað hefðbundin viðskipti. Pálmi var hissa á því þegar sérstakur saksóknari spurði hann út í símtal sem hafði verið hlerað milli Pálma og lögmanns hans. „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ spurði Pálmi fyrir dómi í gær. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu einnig skýrslu í gær, en deilt hafði verið um hvort þeir hefðu bein tengsl við málið og mættu þar af leiðandi gefa skýrslu eða ekki.Lárus Welding mætir til leiks í gær.Vísir/DaníelÖllum bar þeim saman um að hafa ekki orðið varir við að Lárus Welding hefði verið beittur þrýstingi af hálfu stærstu hluthafa bankans né heldur að bankinn hefði tekið sérstakt tillit til hagsmuna stærstu hluthafanna í rekstri sínum. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag þegar síðustu vitnin gefa skýrslu. Meðal þeirra sem bera vitni í dag er Bjarni Ármannsson. Þá hefst einnig munnlegur málflutningur þar sem sérstakur saksóknari og verjendur halda ræður sínar. Málflutningurinn mun standa yfir fram á föstudag þegar málið verður dómtekið.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir „Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58
Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46
Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08