Hefði mátt yrkja betur inn í rýmið Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. maí 2014 10:30 Ásgerður Júníusdóttir í gervi fiðrildafræðings. MYND/Pierre-Alain Giraud Leiklist/Tónlist: Wide Slumber Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir í samstarfi við a.rawlings. frumsýning í Tjarnarbíói 24. maí Tónleikhúsverkið Wide Slumber er afrakstur samvinnu Bedroom Community og VaVaVoom. Verkið er unnið upp úr ljóðabók Angelu Rawlings, Wide Slumber for Lepidopterists. Angela Rawlings eða a.rawlings er kanadískt hljóðljóðskáld og listamaður sem starfar meðal annars á Íslandi. Angela er áhugaverður listamaður, sem vel sómir sér á Listahátíð. Tónlist Valgeirs Sigurðssonar er orðin íslenskum leikhúsgestum að góðu kunn. Valgeir er gríðarlega spennandi tónlistarmaður og gaman verður að fylgjast áfram með honum. Tónlistin í verkinu er eitt aðalsmerki sýningarinnar, sem er á mörkum tónleika og leikhúss. Hún er kröftug, skemmtileg og epísk á köflum þar sem hljómsveitin, James McVinnie, Liam Byrne og Ólafur Björn Ólafsson, stóð sig með prýði. Söngvarar höfðu misjafnan stíl, en voru hver öðrum betri. Þá kom sviðsreynsla Ásgerðar Júníusdóttur henni vel. Á köflum var hrein unun að horfa á stílfærðar hreyfingar Ásgerðar og hlusta á hana. Gallinn er kannski sá að þetta er mikil sýning með íburðarmikilli sviðsmynd, stórbrotinni ljósanotkun og myndböndum, sem hefðu mátt njóta sín svo miklu betur. Í myndböndunum, sem voru vel unnin og einstaklega falleg, voru sterkar og áhrifamiklar myndir sem áttu það þó til að kafna í ljósunum á of litlu sviði Tjarnarbíós. Margt var fallegt og vel gert, en sýningin varð hálf kauðsk í svo ófullbúnum sal. Þarna hefði leikstjórinn mátt yrkja betur inn í rýmið. Meiri hreyfing hefði mátt vera á leikurum en sú kóreógrafía sem mátti sjá kom vel út. Einnig var fullmikið misræmi í leik, sem einnig hlýtur að skrifast á leikstjórnina. Þá heyrðist textinn illa, sem ef til vill á ekki að koma að sök, en truflaði undirritaða töluvert.Niðurstaða: Þegar á heildina er litið er Wide Slumber prýðissýning, sem var þess virði að sjá, en húsakynnin, sviðið og salurinn, sniðu henni of þröngan stakk. Gagnrýni Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Leiklist/Tónlist: Wide Slumber Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir í samstarfi við a.rawlings. frumsýning í Tjarnarbíói 24. maí Tónleikhúsverkið Wide Slumber er afrakstur samvinnu Bedroom Community og VaVaVoom. Verkið er unnið upp úr ljóðabók Angelu Rawlings, Wide Slumber for Lepidopterists. Angela Rawlings eða a.rawlings er kanadískt hljóðljóðskáld og listamaður sem starfar meðal annars á Íslandi. Angela er áhugaverður listamaður, sem vel sómir sér á Listahátíð. Tónlist Valgeirs Sigurðssonar er orðin íslenskum leikhúsgestum að góðu kunn. Valgeir er gríðarlega spennandi tónlistarmaður og gaman verður að fylgjast áfram með honum. Tónlistin í verkinu er eitt aðalsmerki sýningarinnar, sem er á mörkum tónleika og leikhúss. Hún er kröftug, skemmtileg og epísk á köflum þar sem hljómsveitin, James McVinnie, Liam Byrne og Ólafur Björn Ólafsson, stóð sig með prýði. Söngvarar höfðu misjafnan stíl, en voru hver öðrum betri. Þá kom sviðsreynsla Ásgerðar Júníusdóttur henni vel. Á köflum var hrein unun að horfa á stílfærðar hreyfingar Ásgerðar og hlusta á hana. Gallinn er kannski sá að þetta er mikil sýning með íburðarmikilli sviðsmynd, stórbrotinni ljósanotkun og myndböndum, sem hefðu mátt njóta sín svo miklu betur. Í myndböndunum, sem voru vel unnin og einstaklega falleg, voru sterkar og áhrifamiklar myndir sem áttu það þó til að kafna í ljósunum á of litlu sviði Tjarnarbíós. Margt var fallegt og vel gert, en sýningin varð hálf kauðsk í svo ófullbúnum sal. Þarna hefði leikstjórinn mátt yrkja betur inn í rýmið. Meiri hreyfing hefði mátt vera á leikurum en sú kóreógrafía sem mátti sjá kom vel út. Einnig var fullmikið misræmi í leik, sem einnig hlýtur að skrifast á leikstjórnina. Þá heyrðist textinn illa, sem ef til vill á ekki að koma að sök, en truflaði undirritaða töluvert.Niðurstaða: Þegar á heildina er litið er Wide Slumber prýðissýning, sem var þess virði að sjá, en húsakynnin, sviðið og salurinn, sniðu henni of þröngan stakk.
Gagnrýni Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira