Geggjað teymi tilnefnt til Grímuverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 10:30 Arnór og Óli eru nú á ferðalagi um Noreg með sýninguna. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“ Gríman Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“
Gríman Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira