Hjóluðu á Sónar frá Berlín til Barcelona Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 12:00 Þrátt fyrir nokkur óhöpp á leiðinni komust þeir Helgi Ragnar og Rafn á leiðarenda. „Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum. Sónar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
„Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum.
Sónar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira