Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu flest verðlaun Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 16:52 Allir verðlaunahafar kvöldsins á sviðinu. Vísir/Daníel Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014 Gríman Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014
Gríman Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira