Á mála hjá breskri framleiðsluskrifstofu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 12:00 „Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“ Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
„Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira