Fullkominn endir á ATP Haraldur Guðmundsson skrifar 14. júlí 2014 10:30 Liðsmenn Interpol sýndu allar sínar bestu hliðar á síðasta degi ATP á laugardag. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira