Reið er áferðarfallegt verk Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 3. september 2014 09:30 Af sviðinu "Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf.“ Mynd/Steve Lorens DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk. Gagnrýni Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk.
Gagnrýni Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira