Strákarnir verða að vinna Armena í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2014 07:00 Eyjólfur Sverrisson. vísir/pjetur Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“ Íslenski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“
Íslenski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira