Land Ho keypt af Sony Þórður Ingi Jónsson skrifar 15. september 2014 10:30 Alice Olivia hlakkar til að sýna vinum og vandamönnum myndina. Skjáskot „Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum. RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum.
RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30