Öskurklefinn getur bjargað mannslífum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2014 13:00 Valdimar Jónsson og Erna Ómarsdóttir eru ásamt fleirum í listahópnum Shalala. „Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis. RIFF Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
„Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis.
RIFF Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira