Gullhnappur notaður í Talent Freyr Bjarnason skrifar 27. október 2014 09:45 Upptökurnar á Ísland Got Talent eru afar viðamiklar og hefur undirbúningur staðið yfir síðan snemma í sumar. Fréttablaðið/Stefán Gullhnappurinn Í fyrsta sinn verður gullhnappur notaður í Ísland Got Talent. Fréttablaðið/Stefán Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina. Upptökurnar eru viðamiklar og hafa þær verið í undirbúningi síðan snemma í sumar. „Það er mikill spenningur í mannskapnum og við erum spennt að fara í gang á ný með þetta skemmtilega verkefni,“ segir framleiðslustjóri 365 miðla, Gísli Berg. „Þetta er ein af viðamestu upptökunum sem farið hefur verið í. Við erum með nítján tökuvélar og höfum sett upp stærsta myndver sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þetta er tæplega 4.000 fermetra rými í Korputorgi sem við erum að nota,“ segir hann. Í fyrsta sinn verður notaður gullhnappur í þáttunum sem dómararnir fá á borðið sitt. Sá hnappur gefur þeim möguleika á að senda atriðið beint í undanúrslitin, sem verða í beinni útsendingu. Hver dómari getur veðjað á eitt atriði ef hann telur að það eigi skilið að komast áfram. Skiptir þá engu máli þótt aðrir dómarar hafi verið búnir að hafna því. „Þetta kom nýtt inn í Britain Got Talent núna síðast og við tókum það með í okkar konsept. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim úti. Þetta er nýr og skemmtilegur liður í þættinum,“ segir Gísli Berg. Fyrstu þættirnir í Ísland Got Talent gerast að hálfu leytinu baksviðs. „Þar nýtum við rýmið vel sem við höfum á Korputorgi.“ Alls verða um 160 mismunandi atriði í þáttunum, sem er álíka mikið og í síðustu þáttaröð. „Við erum búin að leita að fólki víða, meira að segja erlendis, og bjóða því að taka þátt. Þetta verður mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning sem við erum að setja saman,“ segir hann og bætir við að síðasta þáttaröð hafi slegið áhorfsmet á meðal áskrifenda Stöðvar 2. „Miðað við velgengnina í fyrra vildum við leggja meira í þetta og gera þetta enn flottara.“ Þættirnir hefja göngu sína í lok janúar og dómarar verða Selma Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson. Ísland Got Talent Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Gullhnappurinn Í fyrsta sinn verður gullhnappur notaður í Ísland Got Talent. Fréttablaðið/Stefán Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina. Upptökurnar eru viðamiklar og hafa þær verið í undirbúningi síðan snemma í sumar. „Það er mikill spenningur í mannskapnum og við erum spennt að fara í gang á ný með þetta skemmtilega verkefni,“ segir framleiðslustjóri 365 miðla, Gísli Berg. „Þetta er ein af viðamestu upptökunum sem farið hefur verið í. Við erum með nítján tökuvélar og höfum sett upp stærsta myndver sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þetta er tæplega 4.000 fermetra rými í Korputorgi sem við erum að nota,“ segir hann. Í fyrsta sinn verður notaður gullhnappur í þáttunum sem dómararnir fá á borðið sitt. Sá hnappur gefur þeim möguleika á að senda atriðið beint í undanúrslitin, sem verða í beinni útsendingu. Hver dómari getur veðjað á eitt atriði ef hann telur að það eigi skilið að komast áfram. Skiptir þá engu máli þótt aðrir dómarar hafi verið búnir að hafna því. „Þetta kom nýtt inn í Britain Got Talent núna síðast og við tókum það með í okkar konsept. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim úti. Þetta er nýr og skemmtilegur liður í þættinum,“ segir Gísli Berg. Fyrstu þættirnir í Ísland Got Talent gerast að hálfu leytinu baksviðs. „Þar nýtum við rýmið vel sem við höfum á Korputorgi.“ Alls verða um 160 mismunandi atriði í þáttunum, sem er álíka mikið og í síðustu þáttaröð. „Við erum búin að leita að fólki víða, meira að segja erlendis, og bjóða því að taka þátt. Þetta verður mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning sem við erum að setja saman,“ segir hann og bætir við að síðasta þáttaröð hafi slegið áhorfsmet á meðal áskrifenda Stöðvar 2. „Miðað við velgengnina í fyrra vildum við leggja meira í þetta og gera þetta enn flottara.“ Þættirnir hefja göngu sína í lok janúar og dómarar verða Selma Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson.
Ísland Got Talent Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira