Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira