Tíminn er kominn Edda Jónsdóttir markþjálfi skrifar 19. desember 2014 14:00 Skipuleggðu og forgangsraðaðu fyrir komandi ár. visir/getty Ég gleymi því aldrei þegar mér var bent á það í fyrsta sinn hversu skilningur fólks á tíma getur verið ólíkur. Fólk í vestrænum heimi talar gjarnan um að tíminn fari eða fljúgi frá því en fólk í afslappaðri menningarheimum talar frekar um að tíminn komi. Þessi ólíki skilningur á tíma getur verið ein skýring þess að við eigum erfitt með að lifa í núinu. Margir glíma við að stjórna þeim tíma sem þeir hafa yfir að ráða. Nú þegar jólin eru á næsta leiti og undirbúningurinn stendur sem hæst, kemur góð tímastjórnun og skipulag að góðum notum. En hvað er til ráða fyrir þá sem upplifa að tíminn flögri sífellt á brott og skipulagið fari gjarnan út um þúfur? góðar leiðir til þess að ná árangri á nýju ári 1. Sestu niður og gerðu lista yfir það sem þú þarft nauðsynlega að koma í verk. 2. Forgangsraðaðu listanum. 3. Gerðu áætlun um það hversu langan tíma það mun taka að koma hverju og einu í verk. (Hér kemur raunsæi að mjög góðum notum!) 4. Notfærðu þér smáforrit (app) fyrir snjallsíma, eins og til dæmis Trello til að búa til lista og merkja við það sem er búið og gert. 5. Mundu eftir gleðinni og þakklætinu fyrir að geta hrint hlutum í framkvæmd.Skipulagið á vinnustaðnum og heimilinu Þessi tími árs er tilvalinn til að losa sig við hluti sem ekki er verið að nota. Með tiltektinni myndast rými fyrir nýjungarnar sem árið 2015 ber með sér. Bæði nýjar hugmyndir og nýja hluti. Ég mæli með að þú takir þér tíma milli jóla og nýárs, bæði á vinnustaðnum og á heimilinu. Á vinnustaðnum er tilvalið að fara í gegnum blaðabunkann sem safnast hefur á skrifborðinu eða skjölin sem þú hefur ekki gefið þér tíma til að setja í möppu. Farðu í gegnum ólesinn tölvupóst og skráðu þig af póstlistum ef þú lest ekki skilaboðin. Heima við geturðu farið í gegnum fatnaðinn sem þú notar ekki og tekið til í skápum og skúffum. Það er kominn tími til! Heilsa Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið
Ég gleymi því aldrei þegar mér var bent á það í fyrsta sinn hversu skilningur fólks á tíma getur verið ólíkur. Fólk í vestrænum heimi talar gjarnan um að tíminn fari eða fljúgi frá því en fólk í afslappaðri menningarheimum talar frekar um að tíminn komi. Þessi ólíki skilningur á tíma getur verið ein skýring þess að við eigum erfitt með að lifa í núinu. Margir glíma við að stjórna þeim tíma sem þeir hafa yfir að ráða. Nú þegar jólin eru á næsta leiti og undirbúningurinn stendur sem hæst, kemur góð tímastjórnun og skipulag að góðum notum. En hvað er til ráða fyrir þá sem upplifa að tíminn flögri sífellt á brott og skipulagið fari gjarnan út um þúfur? góðar leiðir til þess að ná árangri á nýju ári 1. Sestu niður og gerðu lista yfir það sem þú þarft nauðsynlega að koma í verk. 2. Forgangsraðaðu listanum. 3. Gerðu áætlun um það hversu langan tíma það mun taka að koma hverju og einu í verk. (Hér kemur raunsæi að mjög góðum notum!) 4. Notfærðu þér smáforrit (app) fyrir snjallsíma, eins og til dæmis Trello til að búa til lista og merkja við það sem er búið og gert. 5. Mundu eftir gleðinni og þakklætinu fyrir að geta hrint hlutum í framkvæmd.Skipulagið á vinnustaðnum og heimilinu Þessi tími árs er tilvalinn til að losa sig við hluti sem ekki er verið að nota. Með tiltektinni myndast rými fyrir nýjungarnar sem árið 2015 ber með sér. Bæði nýjar hugmyndir og nýja hluti. Ég mæli með að þú takir þér tíma milli jóla og nýárs, bæði á vinnustaðnum og á heimilinu. Á vinnustaðnum er tilvalið að fara í gegnum blaðabunkann sem safnast hefur á skrifborðinu eða skjölin sem þú hefur ekki gefið þér tíma til að setja í möppu. Farðu í gegnum ólesinn tölvupóst og skráðu þig af póstlistum ef þú lest ekki skilaboðin. Heima við geturðu farið í gegnum fatnaðinn sem þú notar ekki og tekið til í skápum og skúffum. Það er kominn tími til!
Heilsa Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning