Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2014 12:00 Evu langar að verða mjög margt, myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir og margt fleira. vísir/Valli Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“ Jólafréttir Krakkar Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“
Jólafréttir Krakkar Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira