Porsche Panamera Exclusive seldist upp á 48 tímum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 12:15 Viðhafnarútgáfa Porsche Panamera Exclusive skartar 570 hestafla vél. Það tók Porsche ekki langan tíma að selja upp hina rándýru viðhafnarútgáfu Porsche Panamera Exclusive og seldist hann upp á einungis 48 tímum. Það stóð því ekki í einum 100 kaupendum að tryggja sér eintak þó svo að verð bílsins sé 264.895 dollarar, eða 33 milljónir króna. Þeir hjá Porsche er líklega glaðastir yfir þessum viðbrögðum og Exclusive deild þeirra mun vafalaust bjóða fleiri svona viðhafnarútgáfur Porsche bíla á næstunni. Reyndar eru þeir nú þegar farnir að sjá eftir því að hafa ekki boðið fleiri bíla af Porsche Panamera Exclusive en 100, þar sem þeir hefðu líklega hvort sem er selst upp hratt. Bíllinn er með 570 hestafla vél, líkt og er í Porsche Panamera Turbo S. Það er bara svo margt annað góðgæti sem fylgir í Porsche Panamera Exclusive sem skýrir þann mikla verðmun sem á bílunum eru, svo sem tveggja tóna metallakk, dýrari litaðar felgur, Nappa leður í innréttingunni, tvítóna valhnetuviður og hreint ótrúlegt Burmeister hljóðkerfi sem aldrei hefur sést áður. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Það tók Porsche ekki langan tíma að selja upp hina rándýru viðhafnarútgáfu Porsche Panamera Exclusive og seldist hann upp á einungis 48 tímum. Það stóð því ekki í einum 100 kaupendum að tryggja sér eintak þó svo að verð bílsins sé 264.895 dollarar, eða 33 milljónir króna. Þeir hjá Porsche er líklega glaðastir yfir þessum viðbrögðum og Exclusive deild þeirra mun vafalaust bjóða fleiri svona viðhafnarútgáfur Porsche bíla á næstunni. Reyndar eru þeir nú þegar farnir að sjá eftir því að hafa ekki boðið fleiri bíla af Porsche Panamera Exclusive en 100, þar sem þeir hefðu líklega hvort sem er selst upp hratt. Bíllinn er með 570 hestafla vél, líkt og er í Porsche Panamera Turbo S. Það er bara svo margt annað góðgæti sem fylgir í Porsche Panamera Exclusive sem skýrir þann mikla verðmun sem á bílunum eru, svo sem tveggja tóna metallakk, dýrari litaðar felgur, Nappa leður í innréttingunni, tvítóna valhnetuviður og hreint ótrúlegt Burmeister hljóðkerfi sem aldrei hefur sést áður.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent